Í gær hlustaði ég á nýjasta þátt TLS hlaðvarpsins og meðal gesta var Miranda France að tala um nýjustu bók sína, The Writing School, sem kom út í vikunni hjá Corsair. Ég hef aldrei lesið neitt eftir hana en var forvitin og bætti bókinni á óskalistann eftir að hafa lesið þessar línur í samantekt forlagsins: „Dásamleg og óvenjuleg blanda frásagnarlistar og endurminninga, ... The Writing School er áhrifamikil og oft mjög fyndin bók um hvers vegna fólk skrifar, auk þess að vera einstaklega rausnarlegt meistaranámskeið í ritlist.“
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.