mánudagur, 3. júlí 2023

No One Prayed Over Their Graves · Khaled Khalifa

Bókarkápan af No One Prayed Over Their Graves. Höfundur: Khaled Khalifa (FSG)


Í mánuðinum kemur út í enskri þýðingu skáldsagan No One Prayed Over Their Graves eftir sýrlenska rithöfundinn Khaled Khalifa. Ameríska forlagið FSG gefur bókina út, en sögusviðið er sýrlenskt þorp í nágrenni Aleppo þar sem flóð umbreytir lífi tveggja vina. Þýðandi er Leri Price sem einnig þýddi Death Is Hard Work, sem er fáanleg í íslenskri þýðingu, Dauðinn er barningur (Salka).

Ég er svag fyrir fallegum bókarkápum, sem skýrir þennan lið á blogginu, og oftar en einu sinni hef ég látið blekkjast. En ég hef ekki lært mína lexíu og það gerist varla úr þessu. Er til betri samsetning en góð bók og falleg bókarkápa? Nú hef ég ekki lesið þessa og get því ekki dæmt innihaldið, en ljósmyndin fangar mig svo og titilhönnunin. Ég hef aldrei ferðast til Sýrlands eða Miðausturlanda en það er eitthvað við útlínurnar sem bera við himin miðausturlenskra borga, moskurnar og turnarnir - mínaretturnar - sem einkenna þær. Þetta er líkast til Aleppo eins og hún var. Khalifa fæddist í nágrenni borgarinnar en í dag býr hann í Damaskus og bækur hans eru bannaðar í heimalandinu. Hann var í áhugaverðu viðtali í The Guardian um helgina.

No One Prayed Over Their Graves
Höf. Khaled Khalifa
Þýðandi: Leri Price
Innbundin, 416 blaðsíður
ISBN: 9780374601935
FSGEngin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.