fimmtudagur, 21. mars 2013

blómabúðin brumalis í madrid

Í gær deildi ein bloggvinkona mín tengli á þennan skemmtilega myndaþátt sem birtist í spænska Vogue. Ljósmyndari frá tímaritinu leit í heimsókn í blómabúðina Brumalis í Madrid, sem er rekin af tveimur vinkonum. Þessar fallegu rósir gerðu ekkert nema að auka vorstemninguna hjá mér og ég varð að deila nokkrum myndum.

Ég rak strax augun í bókina Bringing Nature Home á borðinu hjá þeim stöllum því hún er búin að vera á óskalistanum mínum síðan hún kom út síðasta vor. Það var Nicolette Owen, sem rekur Brooklyn’s Little Flower School, sem sá um blómaskreytingarnar í bókinni. Texti og myndir eru eftir Ngoc Minh Ngo.


myndir:
Mariola Kugler fyrir Vogue España | uppgötvað á blogginu Classiq


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.