fimmtudagur, 31. júlí 2014

augnablikið 16Bloggvinkona mín Ada, sem heldur úti afar fallegu tískubloggi, Classiq, deildi þessari mynd í gær og ég hreinlega fæ ekki nóg af henni. Myndin birtist í Vogue árið 1985, fyrir þann tíma sem öllum myndum var umbreytt í tölvu. Þvílíkur munur að sjá fyrirsætu á mynd sem er bara förðuð, að sjá eðlilega húð undir farðanum. Hvað ég myndi óska að svona tímabil kæmi aftur í tískuljósmyndun!

mynd:
Hans Feurer fyrir Vogue US, 1985 • fyrirsæta Linda Spearing • stílisering Françoise Havan af blogginu Classiq

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.