fimmtudagur, 23. apríl 2015

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar - kirsuberjatré · Lísa Hjalt


Gleðilegt sumar kæru landar! Það verður að viðurkennast að því lengur sem maður býr erlendis, og upplifir það sem ég kalla eðlilegt vor í mars, apríl og maí, þá verður sumardagurinn fyrsti á landinu ylhýra alltaf meira og meira kómískari og svo ég segi það bara hreint út: tímaskekkja.
Kirsuberjatré · Lísa Hjalt


Svona hljómaði nokkurn veginn hluti úr samræðum sem ég átti í dag (og hef átt svipaðar undanfarin ár):

Ég: Það er sumardagurinn fyrsti á Íslandi, lögboðinn frídagur.
Viðmælandi: Já er það, kemur sumarið svona snemma þar?

Viðkomandi hafði ekki sleppt setningunni þegar hann áttaði sig á því hvað hún hljómaði fáránlega, sérstaklega þegar umræðuefnið var eyja í norðri.

Ég: Nei, þetta er gömul hefð, samkvæmt gömlu tímatali eða bændaklukkunni.

Við stöndum undir kirsuberjatré í fullum blóma í sól og alla vega 18 gráðum.

Viðmælandi: Og hvernig er annars veðrið á Íslandi í dag?
Ég: Það eru 2 gráður og þegar ég opnaði vefmyndavél þá var að snjóa.

Þögn.
Lengri þögn.
Svo hláturkast en með vott af samúð.
Kirsuberjatré · Lísa Hjalt
Kirsuberjatré · Lísa Hjalt
Kirsuberjatré · Lísa Hjalt


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.