þriðjudagur, 7. apríl 2015

Vorblómin 2015

Magnólíur · Lísa Hjalt


Ég er bókstaflega ástfangin upp fyrir haus af þessu vori! Með hverju árinu sem líður verð ég meiri og meiri vormanneskja. Á Íslandi var haustið árstíðin mín en hérna megin við Atlantshafið á vorið hug minn og sál. Það eru aðallega blóm kirsuberja- og magnólíutrjánna sem hafa þessi áhrif. Ég tók myndavélina með í gær þegar við skelltum okkur í Walkers Nurseries gróðurstöðina sem er hérna rétt hjá. Það þarf annars ekki að fara þangað til að njóta þessara blóma; þessi tré eru hérna út um allt í allri sinni dýrð. Stundum vildi ég að það væri hægt að fá vor-lím þannig að hægt væri að njóta þessarar árstíðar aðeins lengur. En góðu fréttirnar eru þær að á eftir þessari árstíð kemur árstíð bóndarósanna!
Kirsuberjatré · Lísa Hjalt
Kirsuberjatré · Lísa Hjalt


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.