Í morgun þegar ég var að gera heimilið huggulegt fyrir helgina gekk ég inn í stofuna og sá Modigliani baðaðan í sólarljósi. Augljóslega ekki Modigliani sjálfan heldur innrammaða endurprentun af málverki hans, Kona með blá augu (1918, olía á striga). Ég tók hana af veggnum og setti á arinhilluna hjá nellikunum og döðluskálinni. Ef það vill svo til að þið séuð að rölta um stræti Parísar, og stemmd fyrir myndlist, þá finnið þið upprunalega verkið á safninu Musée d'Art Moderne de la Ville de Paris.
Hvar sem ég enda í framtíðinni þá mun ég alltaf tengja listamanninn Amedeo Modigliani við þetta hús. Eigandinn skildi eftir tvær innrammaðar endurprentanir í stofunni sem voru fyrstu kynni mín af húsinu. Góð fyrstu kynni.
Í dag er föstudagur sem í okkar tilveru þýðir heimagerð pizza og rauðvín í kvöldmatinn; hefð sem skapaðist fyrir 6 árum síðan þegar við bjuggum á miðju Sjálandi í Danmörku. En nú er það kaffi og lesefni sem nærir andann í hreinu húsi. Góða helgi!
Hvar sem ég enda í framtíðinni þá mun ég alltaf tengja listamanninn Amedeo Modigliani við þetta hús. Eigandinn skildi eftir tvær innrammaðar endurprentanir í stofunni sem voru fyrstu kynni mín af húsinu. Góð fyrstu kynni.
Í dag er föstudagur sem í okkar tilveru þýðir heimagerð pizza og rauðvín í kvöldmatinn; hefð sem skapaðist fyrir 6 árum síðan þegar við bjuggum á miðju Sjálandi í Danmörku. En nú er það kaffi og lesefni sem nærir andann í hreinu húsi. Góða helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.