Í gamla minnisbók hef ég skrifað tilvitnun sem fær mig alltaf til að hlæja. Leikkonan Emma Thompson var í NYT-dálkinum By the Book og þegar hún var spurð út í síðustu bókina sem fékk hana til að gráta svaraði hún: „I was on holiday years ago with “Corelli’s Mandolin.” Rendered inconsolable and had to be put to bed for the afternoon“ (Sunday Book Review, 23.09.2012). Ég dýrk'ana. Það er kominn tími á annan bókalista og bók Bernières er á honum, Vintage Books útgáfa, fallega myndskreytt af Rob Ryan. Þarna er líka skáldsaga eftir Sigurð Pálsson, sem er í miklu uppáhaldi. Ég sá hann stundum á kaffihúsum í Reykjavík, alltaf svo smart til fara, gjarnan með mynstraðan silkihálsklút eða alpahúfu (hann lærði í Frakklandi). Ég hef þegar minnst á Doris Lessing og að ég væri að endurlesa Little Women. Hér er № 7 bókalistinn, sá fyrsti árið 2017 (til þæginda hef ég númerað listana):
1 Fictions · Jorge Luis Borges
2 The Grass is Singing · Doris Lessing
3 The Golden Notebook · Doris Lessing
4 Captain Corelli's Mandolin · Louis De Bernières
5 Instead of a Book: Letters to a Friend · Diana Athill
6 Local Souls · Allan Gurganus
7 Parísarhjól · Sigurður Pálsson
8 Little Women · Louisa May Alcott
9 In Montmartre: Picasso, Matisse and Modernism in Paris, 1900-1910 ·
2 The Grass is Singing · Doris Lessing
3 The Golden Notebook · Doris Lessing
4 Captain Corelli's Mandolin · Louis De Bernières
5 Instead of a Book: Letters to a Friend · Diana Athill
6 Local Souls · Allan Gurganus
7 Parísarhjól · Sigurður Pálsson
8 Little Women · Louisa May Alcott
9 In Montmartre: Picasso, Matisse and Modernism in Paris, 1900-1910 ·
Sue Roe
Ég er næstum því með samviskubit yfir því að hafa ekki lesið æviminningar Athill, Instead of a Letter, en þegar ég sá Instead of a Book á útsölu í Waterstones vissi ég að hún færi á listann minn. Í bókinni eru bréf sem hún skrifaði í yfir þrjátíu ár til ameríska ljóðskáldsins Edward Field, sem geymdi þau og vildi gefa út. Í innganginum bendir Athill gamansamlega á:
Usually when someone's letters are published the writer is dead. In this case there was a problem: Edward is six years younger than I am, but since I'm ninety-three that doesn't make him young. If he waited until I was dead he might be dead too. (bls. vii)Hrós til rithöfunda sem fá mann til að skella upp úr í bókabúð! Ég hef aldrei lesið bók eftir höfundinn Gurganus. Ég keypti bókina hans eftir að hafa hlustað á samræður hans og Michael Silverblatt í Bookworm (þætti frá nóv. 2013) og endaði á því að hlusta á allar samræður þeirra. Ég var að hugsa um að setja hana upp í hillu og lesa fyrst Oldest Living Confederate Widow Tells All, en hún togaði í mig og fór á listann. Það gladdi mig að finna bók Roe á bókasafninu. Það eina sem ég get sagt um hana núna er að ég vildi að í henni væru fleiri myndir (á myndinni minni hér að ofan sést í málverk Modigliani, Caryatid, 1911).
![]() |
Vanessa Bell, Nude with Poppies, 1916
|
Stundum vildi ég óska að ég byggi nær London. Þá gæti ég tekið næstu lest til að sjá Vanessa Bell sýninguna í Dulwich Picture Gallery sem opnar í dag (þangað er stutt lestarferð frá miðri London). Listakonan Vanessa Bell (1879–1961) tilheyrði bóhemíska Bloomsbury-hópnum og var systir Virginiu Woolf (ljósmyndin af henni sem sést á myndinni minni er tekin fyrir utan Charleston-setrið árið 1925). Sýningunni lýkur 4. júní. Í tengslum við sýninguna kemur út bókin Vanessa Bell (ritstj. Sarah Milroy, Philip Wilson Publishers) sem mig langar að eiga. Ef þið eruð Bell-aðdáendur þá langar mig að benda ykkur á safnaratölublað Harper's Bazaar UK, mars 2017, sem er eingöngu fáanlegt í gegnum Dulwich-safnið.
mynd mín | ljósmynd af Vanessu Bell er úr bókinni Charleston: A Bloomsbury House & Garden | málverk Amedeo Modigliani er úr bókinni In Montmartre © Musée d'Art Moderne de la Ville de Paris | málverk Bell er af vefsíðu Art UK © 1961 estate of Vanessa Bell, Henrietta Garnett, Swindon Art Gallery
mynd mín | ljósmynd af Vanessu Bell er úr bókinni Charleston: A Bloomsbury House & Garden | málverk Amedeo Modigliani er úr bókinni In Montmartre © Musée d'Art Moderne de la Ville de Paris | málverk Bell er af vefsíðu Art UK © 1961 estate of Vanessa Bell, Henrietta Garnett, Swindon Art Gallery
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.