þriðjudagur, 15. janúar 2013

Kaffi, biscotti og franska Vogue



Flensan bankaði á dyrnar á okkar bæ í síðustu viku en sem betur fer hefur hún bara náð tökum á elsta barninu, sem liggur enn þá. Við hin sleppum vonandi. Það er gott á svona stundum að eiga eitthvað skemmtilegt að lesa og helst birgðir af biscotti til að dýfa ofan í kaffi eða te (uppskriftin er á matarblogginu).


Eiginmaðurinn færði mér eintak af franska Vogue í gær þegar hann kom heim úr búðinni (ég elska þegar hann kaupir eitthvað svona óumbeðinn) og þó ég sé ekki beint sterk í frönsku þá nýt ég blaðsins. Þetta er desember/janúar útgáfan og sérstakur gestur í blaðinu er Carla Bruni, fyrrum forsetafrú Frakklands, módel og söngkona. Hún leyfir lesendum að gægjast inn í stúdíóið sitt og deilir m.a. safni kvikmyndaplakata sem hún á. Hún situr líka fyrir í nýjum tískuþætti og við fáum að sjá gamlar tískumyndir frá módelferli hennar. Sem sagt skemmtileg blanda af menningu og tísku, nákvæmlega eins og ég vil hafa það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.