þriðjudagur, 22. janúar 2013

parís: île saint louis


Það er Parísarstemning á báðum bloggunum í dag enda er París alltaf góð hugmynd, svo ég geri orð Audrey Hepburn að mínum. Á Bright.Bazaar blogginu í gær fann ég tengil á þessa skemmtilegu mynd af Café Louis Philippe, sem er tekin af Nichole Robertson (hún er höfundur bókarinnar Paris in Color). Hugurinn fór að sjálfsögðu strax til Parísar, nánar tiltekið í 4. hverfi þar sem ég var á fallegum haustdegi í október. Við höfðum rölt frá 1. hverfi í austurátt og enduðum í götunni Rue du Pont Louis-Philippe þar sem mig langaði að kíkja í tvær skemmtilegar búðir, Papier + og Melodies Graphiques.

Kaffihúsið sem Nichole tók mynd af er alveg við Pont Louis Philippe, eina af brúnum sem tekur mann til litlu eyjunnar Île Saint Louis, sem stendur í miðri Signu. Fyrstu tvær myndirnar í færslunni eru teknar á brúnni.


Áður en ég fór til Parísar las ég bókina Paris: The Collected Traveler eftir Barrie Kerper. Ég hef minnst á hana áður hér á blogginu og þó að bókin sé langt frá því að vera gallalaus þá fékk ég fullt af fínum hugmyndum við lesturinn. Í bókinni er meðal annars safn greina um París og ein af mínum uppáhalds er eftir Herbert Gold sem kallast 'On the Île Saint-Louis' og hefst á síðu 196. Hér er brot úr greininni á ensku:

The Ile-Saint-Louis is like France itself—an ideal of grace and proportion—but it differs from actual France in that it lives up to itself. Under constant repair and renovation, it remains intact. It is a small place derived from long experience. It has strength enough, and isolation enough, to endure with a certain smugness the troubles of the city and the world at whose center it rests.

The self-love is mitigated partly by success at guarding itself and partly by the ironic shrugs of its inhabitants, who, despite whatever aristocratic names or glamorous professions, live among broken-veined clochards (hobos) with unbagged bottles, tourists with unbagged guidebooks, Bohemians with bagged eyes.

The actual troubles of the world do not miss the Ile Saint-Louis—one doesn't string hammocks between the plane trees here—but the air seems to contain fewer mites and less nefarious Paris ozone.

The lack of buses, the narrow streets, the breeze down the Seine help. And as to perhaps the most dangerous variety of Paris smog, the Ile Saint-Louis seems to have discovered the unanswerable French reply to babble, noise, advice and theory—silence.

One can, of course, easily get off this island, either by walking on the water of the Seine or, in a less saintly way, by taking a stroll of about two minutes across the slim bridges to the Left Bank, the Right Bank, or the bustling and official neighbor, the Ile de la Cite.

Island fever is not a great danger, despite the insular pleasures of neatness, shape, control. Some people even say they never go to "Paris." (In 1924, there was an attempt to secede from Paris and France, and Ile Saint-Louis passports were issued.) Monsieur Filleul, the fishmonger, used to advertise: "Deliveries on the Island and on the Continent."

[svartur texti, minn]

Ég fann greinina í heild sinni á vef Los Angeles Times fyrir ykkur sem hafið áhuga á að lesa hana alla.


Ég á eftir að skoða Île Saint Louis betur því mig langar að eiga betri myndir af byggingunum þar og mannlífinu. Ég á líka alveg eftir að fara í sennilega eina frægustu ísbúð í heimi, Berthillon.

Þegar við vorum þarna í október þá langaði okkur ekki í ís heldur að setjast aðeins niður og hvíla okkur áður en við héldum göngunni áfram. Við fengum okkur te á Le Saint Régis, sem er á horni Rue Jean du Bellay og Rue Saint Louis en l'Île (sjá mynd til vinstri hér að neðan). Þetta var án efa dýrasti tebollinn í lífi mínu hingað til en hann var hverrar evru virði því mannlífið þarna á horninu var stórbrotið; svo gaman að sitja þarna og spjalla og fylgjast með því sem fyrir augum bar.

Eftir tebollann héldum við svo yfir Pont Saint Louis-brúna til að skoða Notre Dame-kirkjuna, sem er á Île de la Cité-eyju.


Ef þið eruð eins og ég og alltaf í stuði fyrir París þá verð ég að benda ykkur á bloggið Happy Interior Blog sem bloggvinur minn Igor skrifar. Ein sería á blogginu hans kallast From Place To Space og undanfarið er hann búinn að ferðast töluvert til Parísar. Ég ætti kannski að vara ykkur við því mig dauðlangar til Parísar í hvert sinn sem ég les Parísarfærslurnar hans.

myndir:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.