miðvikudagur, 14. apríl 2021

Lestrarkompan: Simone de Beauvoir

Kápan af Force of Circumstance eftir Simone de Beauvoir, 3. bindi sjálfsævisögu hennar · Lísa Hjalt


Ég er hálfnuð með Force of Circumstance, 3. bindið af sjálfsævisögu Simone de Beauvoir (№ 26). Hugmyndin var að klára það áður en ég deili nýjum bókalista. Lífshlaup Beauvoir er áhugavert en þetta bindi er ekki gallalaust: Stundum er hún of upptekin við að gera upp málin og oft er það sem Jean-Paul Sartre sé aðalpersónan. Augljóslega var líf þeirra samfléttað en ég hef áhuga á sögu hennar, á skrifum hennar, ekki fléttu í leikritum Sartre eða innihaldi pólitískra greina hans í Les Temps Modernes. Talandi um stjórnmál. Bókin er full af þeim, stundum á þeim mörkum að verða leiðinleg eða þreytandi. Fer eftir skapi mínu. Á jákvæðum nótum þá ferðast Beauvoir um heiminn og hefur skarpt auga fyrir fólki og landslagi. Þær frásagnir, bækur hennar og viðtökur þeirra gerir bindið lestursins virði, hingað til.

Bókamerki & kompuskrif

Nýlega keypti ég:
  Philip Roth : The Biography eftir Blake Bailey
  The Radetzky March eftir Joseph Roth

... bætti á óskalistann:
  A Splendid Intelligence: The Life of Elizabeth Hardwick eftir Cathy Curtis

... bætti á langar-að-lesa listann:
  Hannah Arendt eftir Samantha Rose Hill
  This Little Art eftir Kate Briggs
  Endpapers: A Family Story of Books, War, Escape and Home eftir Alexander Wolff

... langar að lesa aftur:
  The Master and Margarita eftir Mikhail Bulgakov

Bókakæti:
  Nýlega var forvalslisti Alþjóðlegu Booker-verðlaunanna árið 2021 kynntur, en á honum eru höfundar og þýðendur 13 bóka sem eru gefnar út í Bretlandi eða Írlandi. Ég hef enga þeirra lesið en var glöð að sjá þeirra á meðal In Memory of Memory eftir rússnesku skáldkonuna Mariu Stepanova. Þýðandi hennar er Sasha Dugdale. Það vill svo til að í nýlegri bloggfærslu deildi ég amerísku bókarkápunni. Síðar í apríl kemur í ljós hvaða bækur komast á lokalistann og í júní hver hlýtur verðlaunin.

Hlaðvarpsþáttur sem ég mæli með:
  Þar síðasti þátturinn á Backlisted-hlaðvarpinu var frábær. Til umfjöllunar var Halldór Laxness og skáldsaga hans Brekkukotsannáll (enska þýðingin The Fish Can Sing) sem kom út 1957, tveimur árum eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Gestur þáttarins í þetta sinn var breski rithöfundurinn og ljóðskáldið Derek Owusu. Fyrir þá sem hafa áhuga á má hlusta á Laxness sjálfan lesa skáldsöguna á RÚV.

mynd mín, birtist á Instagram 19/03/21



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.