Það ættu flestir að þekkja sjónvarpskonuna Ellen DeGeneres og eiginkonu hennar, leikkonuna Portia De Rossi. Þær eiga þennan fallega búgarð í Santa Monica í Los Angeles en Portia er mikil hestakona. Þetta er staður sem þær nota til að hlaða batteríin eftir annasama viku.
Þegar ég sá þær á forsíðu Elle Decor þá hélt ég að annar hver bloggari myndi pósta eða pinna þessum myndum og því hafði ég eiginlega ákveðið að láta þær eiga sig. Merkilegt nokk þá hafa afar fáir birt þær. Mér finnst þessi búgarður bara of skemmtilegur til að birta hann ekki. Þarna er látlaus og hrár stíll innan um 20. aldar húsgögn og muni af flóamörkuðum. Eggið hans Arne Jacobsen er að finna úti í hlöðu!
Stíllinn á öllu er ekki endilega minn en stofan á efstu myndinni er mitt uppáhaldsrými í húsinu; hönnunin á henni er mér að skapi. Það eru einhverjar myndir úr umfjölluninni sem ég sleppti og þið bara fylgið Elle Decor tenglinum neðst í færslunni til að skoða þær og myndatexta með nánari útskýringum.
myndir:
William Abranowicz fyrir Elle Decor
þriðjudagur, 30. apríl 2013
mánudagur, 29. apríl 2013
sólskáli í Gravenwezel kastalanum
Ég var með ákveðinn póst í huga fyrir daginn í dag en þegar ég rakst á myndina hér að ofan á netinu þá varð ég að deila henni. Þessi sólskáli tilheyrir Gravenwezel kastalanum sem er rétt fyrir utan Antwerpen, sem var jú okkar heimaborg í um tvö ár. Kastalinn er í eigu belgíska listmuna- og antíksalans Axel Vervoordt. Hann er með aðsetur í kastalanum og notar hann undir alls kyns sýningar og tvisvar sinnum á ári opnar hann dyrnar fyrir almenningi. Nú dauðsé ég eftir því að hafa ekki notað tækifærið til að kíkja þegar ég bjó í Antwerpen, en ég get bætt úr því síðar.
Þessi kastali er ævaforn. Það er ekki vitað hver byggði hann en ég hef séð heimildir sem vísa aftur til 13. aldar. Á 18. öld voru gerðar heilmiklar umbætur á kastalanum sem þá var í eigu fjölskyldu sem kallaðist Van Susteren. Það var einmitt þá sem sólskálinn var byggður.
Hér er mynd af sjálfum kastalanum og þið getið séð fleiri myndir með því að opna síðari tengilinn hér að neðan.
myndir:
1: Sebastian Schutyser af blogginu The Caledonian Mining Expedition Company / 2: Architecture and Interior Design
Þessi kastali er ævaforn. Það er ekki vitað hver byggði hann en ég hef séð heimildir sem vísa aftur til 13. aldar. Á 18. öld voru gerðar heilmiklar umbætur á kastalanum sem þá var í eigu fjölskyldu sem kallaðist Van Susteren. Það var einmitt þá sem sólskálinn var byggður.
Hér er mynd af sjálfum kastalanum og þið getið séð fleiri myndir með því að opna síðari tengilinn hér að neðan.
myndir:
1: Sebastian Schutyser af blogginu The Caledonian Mining Expedition Company / 2: Architecture and Interior Design
þriðjudagur, 23. apríl 2013
Uppskrift: hrísgrjón með indverskum kryddum
Það stóð nú til að pósta færslu í gær en ég kom heim seinna en ég ætlaði mér og eftir kvöldmat þá dúllaði ég mér við það að skrifa færslu á enska bloggið um myndina Julie & Julia (2009) sem Meryl Streep fór á kostum í sem matarkonan Julia Child. Svo þurfti jú að hjálpa börnunum með heimanám og slíkt þannig að kvöldið leið hratt. Ég var að horfa á þessa mynd, sem er ein af mínum uppáhalds, aftur um helgina og það varð eiginlega til þess að ég hugsaði bara enn þá meira um mat og uppskriftir. Það var nú alveg kominn tími á að deila nýrri uppskrift á matarbloggið þannig að ég bætti úr því áðan og skellti inn þessari sem ég kalla því einfalda nafni hrísgrjón með indverskum kryddum.
mynd:
Lísa Hjalt
mynd:
Lísa Hjalt
fimmtudagur, 18. apríl 2013
Rýmið 29
mynd:
Brent Darby fyrir Country Living UK, september 2012, stílisering: Ben Kendrick af Decorator's Notebook blog
Brent Darby fyrir Country Living UK, september 2012, stílisering: Ben Kendrick af Decorator's Notebook blog
miðvikudagur, 10. apríl 2013
innlit: vínekra í norðurhluta kaliforníu
Þetta innlit kemur úr nóvembertölublaði Architectural Digest frá árinu 2011 en blaðið heimsótti hjón sem eiga þetta fallega hús sem stendur á vínekru í Napa-dalnum í norðurhluta Kaliforníu. Arkitekt hússins var Bobby McAlpine. Ég valdi bara nokkrar myndir og ef þið viljið sjá restina þá fylgið þið tenglinum neðst í færslunni.
Nú er ég mikið fyrir hráan stíl og vil helst hafa viðarbita í loftum og breið gólfborð og náttúrulegar flísar á gólfum. Í þessu húsi er stíllinn hrár en um leið fágaður. Mér líkar lofthæðin og þessir gluggar og hurðir eru mér að skapi.
Eins og sjá má er eldhúsið ansi rúmgott (persónulega myndi ég kjósa eilítið hrárri stíl í eldhúsið) og birtan inni í því er dásamleg. Mér finnst smart að sjá opnar hillur með fallegum borðbúnaði.
Ein hurðin í eldhúsinu er máluð þannig að hún þjónar sem krítartafla og þarna má sjá tvo ömmu- og afastráka að dunda sér. Barnagestaherbergið á myndinni að ofan til hægri kallast Heiðukrókurinn, sem á vel við.
Útisturtan af hjónaherberginu þykir mér frábær og takið eftir arninum í herberginu. Mikið væri nú notalegt að vera með arinn í svefnherberginu þegar það er hvað kaldast úti ... og á baðherginu líka!
Eins og sjá má er húsið - þrjár byggingar sem tengjast - með stórkostlegu útsýni og landareignin er öll hin glæsilegasta. Þarna má svo sjá húsbóndann keyra með hundinn um vínekrurnar á Chevrolet pallbíl frá 1949.
myndir:
Roger Davies fyrir Architectural Digest, nóvember 2011
Nú er ég mikið fyrir hráan stíl og vil helst hafa viðarbita í loftum og breið gólfborð og náttúrulegar flísar á gólfum. Í þessu húsi er stíllinn hrár en um leið fágaður. Mér líkar lofthæðin og þessir gluggar og hurðir eru mér að skapi.
Eins og sjá má er eldhúsið ansi rúmgott (persónulega myndi ég kjósa eilítið hrárri stíl í eldhúsið) og birtan inni í því er dásamleg. Mér finnst smart að sjá opnar hillur með fallegum borðbúnaði.
Ein hurðin í eldhúsinu er máluð þannig að hún þjónar sem krítartafla og þarna má sjá tvo ömmu- og afastráka að dunda sér. Barnagestaherbergið á myndinni að ofan til hægri kallast Heiðukrókurinn, sem á vel við.
Útisturtan af hjónaherberginu þykir mér frábær og takið eftir arninum í herberginu. Mikið væri nú notalegt að vera með arinn í svefnherberginu þegar það er hvað kaldast úti ... og á baðherginu líka!
Eins og sjá má er húsið - þrjár byggingar sem tengjast - með stórkostlegu útsýni og landareignin er öll hin glæsilegasta. Þarna má svo sjá húsbóndann keyra með hundinn um vínekrurnar á Chevrolet pallbíl frá 1949.
myndir:
Roger Davies fyrir Architectural Digest, nóvember 2011
þriðjudagur, 9. apríl 2013
parís: notre dame kirkjan á île de la cité eyjunni
Myndunum sem ég tók í París í október í fyrra hef ég póstað samtímis á bloggunum og í dag geri ég enga undantekningu á því. Ég á enn eitthvað af myndum í skránum mínum og var ekki búin að ákveða hvort ég ætti að deila þeim eða ekki. Einhvern veginn var tíminn aldrei réttur. Í dag rigndi aðeins hér í Luxembourg og mér fannst eilítið dimmt yfir öllu og mundi þá eftir myndunum sem ég tók af Notre Dame kirkjunni.
Því er ekki að neita að gotneskur arkitektúr kirkjunnar er stórfenglegur en fyrir mér eru sumir hlutar hennar myrkir, allt að því hrollvekjandi. Hafið þið lesið Hringjarinn í Notre Dame eftir Victor Hugo? Sæmilegt myrkur í henni! (Skáldsagan er ekkert í líkingu við Disney teiknimyndina, bara svo það sé á hreinu!)
Síðustu myndina tók ég þegar ég stóð á Place du Parvis Notre-Dame og horfði inn í Rue du Cloître Notre Dame. Það er alveg sama hvar maður er í París, það er alltaf einhver úti að ganga með hundinn sinn, einhver með blóm í fanginu eða ferðalangar með kort og myndavél. Jafnvel bæði.
myndir:
Lísa Hjalt
- myndir teknar í október 2012
Því er ekki að neita að gotneskur arkitektúr kirkjunnar er stórfenglegur en fyrir mér eru sumir hlutar hennar myrkir, allt að því hrollvekjandi. Hafið þið lesið Hringjarinn í Notre Dame eftir Victor Hugo? Sæmilegt myrkur í henni! (Skáldsagan er ekkert í líkingu við Disney teiknimyndina, bara svo það sé á hreinu!)
Síðustu myndina tók ég þegar ég stóð á Place du Parvis Notre-Dame og horfði inn í Rue du Cloître Notre Dame. Það er alveg sama hvar maður er í París, það er alltaf einhver úti að ganga með hundinn sinn, einhver með blóm í fanginu eða ferðalangar með kort og myndavél. Jafnvel bæði.
myndir:
Lísa Hjalt
- myndir teknar í október 2012
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)