fimmtudagur, 27. febrúar 2014

Náttúrulega bastkistan mín


Þessa náttúruleg efni færslu skrifa ég í samvinnu við Wovenhill, enskt fyrirtæki í Stratford-upon-Avon sem sérhæfir sig í garðhúsgögnum úr basti. Þau sendu mér þessa bastkistu sem ég nota sem hliðarborð í setustofunni.


Ég hafði verið að leita að hliðarborði fyrir setustofuna, einhverju sem væri praktískt og létt og helst einhverju sem væri um leið góð hirsla. Þessi bastkista var akkúrat það sem mig vantaði. Eins og sést á myndinni þá er hún ansi stór. Ég get geymt í henni teppi og aðrar vefnaðarvörur og líka hluti sem við erum ekki að nota dagsdaglega. Ofan á lokinu geymi ég lampa og bækur (ekki með á myndinni er bakki sem ég tylli á lokið þegar ég fæ mér kaffi í setustofunni).

Wovenhill býður upp á fjórar gerðir af bastkistum, Hatton, Marlow, Twyford og Walton, sem eru fáanlegar í þremur stærðum: mið, stór og extra-stór (þau eru með fleiri tegundir af kistum, ekki bara úr basti). Málin á kistunum eru mismunandi eftir hvaða tegund er valin og allar þær upplýsingar er að finna á vefsíðu þeirra. Kisturnar eru líka seldar í settum. Fáanlegir litir eru náttúrulegur, brúnn, mokka og hvítþveginn - fer bara eftir því hvaða tegund er valin.

• höldur í hliðunum og lok sem hægt er að fjarlægja
• beinhvítt bómullaráklæði sem hægt er að fjarlægja
• náttúrulegt efni: bast (rattan)
Ég tók þessa mynd til að sýna ykkur áferðina á bastkistunni.

WOVENHILL
Wovenhill er fyrirtæki með aðsetur í bænum Stratford-upon-Avon (fæðingarstaður William Shakespeare) í Warwickshire, sem sérhæfir sig í garðhúsgögnum úr basti og býður líka upp á gott úrval af hirslum og öðrum vörum sem hjálpa til við skipulag á heimilinu - körfur, einingar og þvottakörfur sem unnar eru úr basti, sægrasi eða vatnahýasintum (water hyacinth).

Wovenhill | Unit 17, Goldicote Business Park, Banbury Road, Stratford upon Avon, Warwickshire, CV37 7NB
Sími: +44 1789 741935 | Netfang: sales@wovenhill.co.uk

myndir:
Lísa Hjalt | í samvinnu við Wovenhill (orð og skoðanir alfarið mín eigin)

þriðjudagur, 25. febrúar 2014

fimmtudagur, 20. febrúar 2014

Needthrow-ecru ábreiða frá Tine K Home


Eins og ég sagði ykkur í síðustu viku þá er búið að vera ansi skýjað. Mig langaði að sýna ykkur horn á mínu eigin heimili en ég þarf meiri birtu til að taka myndir af því. Það bara gengur ekki að birta hálf dimmar myndir af nýjum hlut sem mig langaði að deila með ykkur. Kannski verður heppnin með mér í næstu viku. Þessa dagana er ég að hugsa um vorið og þegar ég sá Tine K Home kynna nýjar needthrow-ábreiður í vikunni þá vissi ég að ég yrði að deila einni í náttúruleg efni seríunni.


Needthrow-ábreiðurnar frá Tine K Home eru úr bómull sem er ofin á sérstakan máta. Ég kann ekki að útskýra það á íslensku en á ensku kallast það jacquard weave. Ég er sérstaklega hrifin af ábreiðunni í ljósa eða hvíta litnum sem kallast Needthrow-ecru. Ábreiðan er einnig fáanleg í bláum og gráum lit.

stærð 140 x 200 cm

Ég hef ekki meðhöndlað needthrow-ábreiðurnar og veit því ekki hver áferðin er, en af myndunum að dæma líta þær út fyrir að vera léttar, sem er kjörið fyrir vorið og sumarið. Mig langar að kaupa nokkra nýja hluti fyrir heimilið í vor og ég hafði hugsað mér ábreiður í hlutlausum lit sem passa við púðana sem ég á nú þegar.

TINE K HOME
Tine K Home er danskt merki, stofnað árið 1999 af Tine Kjeldsen og eiginmanni hennar Jacob Fossum. Aðsetur fyrirtækisins er í Óðinsvéum en vörur þeirra eru seldar í mörgum löndum. Þið getið kynnt ykkur söguna hér.

Línurnar frá Tine K Home samanstanda af
ástríðu Tine fyrir fallegum munum, ljúfum minningum, ólíkum menningarheimum, og góðum sögum. [Þær innihalda] textíl, húsgögn og muni fyrir heimilið sem eru þeirra eigin hönnun eða eitthvað sem þau finna á ferðum sínum um Víetnam, Marokkó, Indland, o.s.frv. Ástríðu sína á ,köldum' litum sameinar hún skandinavískum einfaldleika í handgerðum munum og heillandi hlutum frá ólíkum menningarheimum sem saman skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft.
Tine segir að sér líki „munir sem hafa sögu, sem eru handgerðir og öðruvísi,“ en slíka hluti finni hún yfirleitt ekki í Danmörku.

mynd:
Tine K Home