Sýnir færslur með efnisorðinu hótelgisting. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu hótelgisting. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 20. ágúst 2015

Innbyggðir setkrókar

Innbyggðir setkrókar · Lísa Hjalt


Í sumar hefur aðdáun mín á innbyggðum setkrókum færst upp á alveg nýtt stig. Ég held að það hafi byrjað með innliti á heimili í Ibiza sem birtist í Elle Decoration UK  og ég deildi í bloggfærslu í júní. Síðan þá hafa slíkir setkrókar verið að fanga athygli mína úr öllum áttum; einnig textíllinn, ábreiðurnar og púðarnir sem gera þá þægilegri. Ég á eintak af franska Elle Decoration frá síðasta sumri sem er stútfullt af innbyggðum setkrókum. Það hefur legið á borðinu mínu í sumar og ég varð að taka nokkar myndir fyrir bloggið. Sjáið til, ég lít á bloggið sem dagbók. Ég held ekki dagbók í kæra dagbók-stíl en er alltaf með skrifblokk innan handar. Myndræni þátturinn er mér líka mikilvægur; mér líkar að geta haldið til haga myndum á blogginu sem aðrir geta notið og sem ég get flett upp síðar meir.

Við skulum byrja á nokkrum setkrókum sem birtust í grein um gististaðinn Scorcialupi í Puglia-héraði á Ítalíu. Mér finnst svæðið utandyra hér að ofan glæsilegt og krókarnir tveir innandyra eru líka snotrir.


1-3: Scorcialupi, Elle Decoration (franska), júlí/ágúst 2014, bls. 108-117/Christian Schaulin

Eins og mér líkar setkrókurinn hér að neðan - það er jafnvægi í mildri litapalettunni - þá er ég ekki viss um að ég myndi vilja hafa svona borðkrók á veröndinni, sérstaklega ef ég væri með gesti. Ef einn þarf að standa upp þá þurfa fleiri að færa sig eða hliðra til fyrir viðkomandi. En svona hrár stíll er mér að skapi og mér finnst smart hvernig iðnaðarstíll Tolix-stólanna skapar mótvægi (þessi mynd sínir bara einn). Krókurinn tilheyrir fallegu og stílhreinu húsi á grísku eyjunni Mykonos.

4: Mykonos innlit, Elle Decoration (franska), júlí/ágúst 2014, bls. 130-141/Giorgio Baroni

þriðjudagur, 14. janúar 2014

Innlit: lúxus og bóhemískur stíll á grísku eyjunni Mykonos



Innlitið að þessu sinni er strandhótelið San Giorgio á grísku eyjunni Mykonos þar sem lúxus og bóhemstíll mætast. Í boði eru 33 herbergi þar sem hvítir veggir, húsgögn úr hráu timbri, bastkörfur og -mottur ásamt fallegum textíl leika lykilhlutverk. Hvað þarf maður meira þegar gríska Eyjahafið í allri sinni dýrð er innan seilingar?


myndir:
San Giorgio af vefsíðu Est Magazine

miðvikudagur, 31. júlí 2013

Innlit: gistihús í hjarta Bruxelles




Er einhver á leiðinni til Belgíu á næstunni? Chambre en Ville er gistihús (,bed & breakfast') í hjarta Bruxelles - fyrirgefið en ég bara get ekki skrifað Brussel eins og gert er í íslensku; þegar maður hefur búið í Belgíu þá er ekkert sem heitir Brussel, bara Bruxelles eða Brussels.

Gistihúsið er í uppgerðri 19. aldar byggingu sem áður hýsti speglaverksmiðju. Gistirýmin eru vægast sagt listræn en um leið vinaleg og snotur. Gistirýmið neðar í færslunni kallast La Vie d'Artiste, en skoðið endilega heimasíðuna þeirra til að sjá þau öll.



Kannski kannist þið við myndina hér að ofan því ég hef póstað henni áður undir Rýmið.



Chambre en Ville, 19, rue de Londres, 1050 Bruxelles

myndir:
af síðu Maire Claire Maison

þriðjudagur, 25. júní 2013

Rýmið 34



- sumardvalarstaður á Paros, Grikklandi

mynd:
White Key Villa/Louisa Nikolaidou af vefsíðu Architectural Digest