þriðjudagur, 17. september 2013

mánudagur, 16. september 2013

Árstíð plómanna



Árstíð plómanna er gengin í garð og ólíkt árinu á undan þá bókstaflega rignir plómum í garðinum. Ég fór út með fötu í gær, fyllti hana og bjó svo til mulning (crumble) með möndlum og hlynsírópi og bar fram með þeyttum rjóma. Dásamlega gott á bragðið.


Það er óhætt að segja að þegar við klárum allar þessar plómur þá verðum við búin að fá vænan skammt af kalíni og A- og C-vítamíni. Fyrir ykkur sem því miður glímið við þunglyndi þá las ég einhvers staðar að plómur eru ríkar af einhverju efni, sem ég man ekki lengur hvað heitir, sem hjálpar heilanum að framleiða serótónín.



Í garðinum eru líka litlar plómur sem nágrannakonan kallar mírabellur (Mirabelle de Nancy) og þær eru aðallega gular að lit. Hún notar þær í sultugerð og við leyfðum henni að tína eins margar og hún þurfti. Restin er byrjuð að falla af trénu en þær eru það hátt uppi að ég þyrfti stiga til að ná þeim. Spurning um að virkja soninn og klifuráráttuna og láta hann klifra upp í tré að sækja þær!


þriðjudagur, 10. september 2013

Rýmið 41



- eldhús í uppgerðu 18. aldar sveitasetri í Bordeaux í Frakklandi
- hönnuðir Michael Coorengel og Jean-Pierre Calvagrac

mynd:
William Waldron fyrir Elle Decor

mánudagur, 9. september 2013

Lavender í friðsælum einkagarði í West Midlands



Við eyddum síðustu viku í enskri sveit í West Midlands, nánar tiltekið í uppgerðum kofa sem tilheyrir 14. aldar sveitasetri (sjá innganginn að honum í bakgrunni myndarinnar fyrir neðan). Í einkagarði/innkeyrslu sveitasetursins mátti finna beð full af lavender og alls kyns blóm og tré. Þetta var ákaflega friðsælt og fallegt. Á meðan dvölinni stóð könnuðum við sveitirnar í kring og keyrðum líka til Warwickshire - Shakespeare's Country.


Upphaflega ætluðum við að vera í kofa norðarlega á Cotswolds-svæðinu en það gekk ekki upp og eftir á vorum við bara ánægð með það því þetta gat ekki verið fullkomnara. Við fengum dásamlegt veður, sól og blíðu, og það eina sem minnti á komu haustsins var liturinn á lavender plöntunum sem var tekinn að dofna.


myndir:
Lísa Hjalt