föstudagur, 27. júní 2014

Góða helgi



Vikan hefur verið róleg á íslensku útgáfu bloggsins; ef ég er upptekin þá læt ég ensku útgáfuna ganga fyrir. Það stefnir annars allt í helgi með mikilli rigningu (klassískt enskt veður, ekki satt?) og því lítið annað að gera enn að finna sér góða bók og láta fara vel um sig. Ég var byrjuð að lesa The Shadow Of The Wind eftir Carlos Ruiz Zafón en þurfti að setja hana til hliðar þegar flutningarnir skullu á. Kannski kominn tími á að halda áfram með hana. Í kvöld eru það að sjálfsögðu heimagerðar pizzur, en föstudagspizzur hafa verið hefð hjá okkur síðan snemma árs 2010. Góða helgi!

mynd:
Jen Fariello Photography af síðunni Style Me Pretty Living

þriðjudagur, 24. júní 2014

Rýmið 67



- stofa í París
- hönnuður og eigandi Tino Zervudachi
- listaverk á vegg eftir Robert Motherwell

mynd:
Derry Moore fyrir Architectural Digest

fimmtudagur, 19. júní 2014

Innlit: gistihús á grísku eyjunni Íþöku



Ljósmyndararnir og hjónin Gerda Genis and Robbert Koene, bæði frá Suður-Afríku, létu drauminn rætast, keyptu gamalt hús í niðurníðslu á grísku eyjunni Íþöku, nánar tiltekið í sveitum Lahos, og gerðu það upp sem gisthús með svefnaðstöðu fyrir átta manns. Eins og sjá má á myndunum kusu þau náttúruleg efni og hráan stíl, steypu og stein í bland við viðarbita. Mér finnst hvítu gluggarnir, hurðirnar og loftin skapa skemmtilegt mótvægi og gefa húsinu léttleika. Eins og sjá má á myndunum sem birtust í Est Magazine er aðstaðan utandyra öll hin glæsilegasta í einfaldleika sínum.


Ég veit ekki með ykkur en ég væri nú alveg til í að eyða eins og einni viku eða svo á þessum stað.


myndir:
Robbert Koene af síðunni Est Magazine

mánudagur, 16. júní 2014

Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon


Bókin Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon · Lísa Hjalt
Bóndarósir (peoníur) · Lísa Hjalt


Nýjasta viðbótin í safnið mitt er bókin Textiles: The Whole Story: Uses, Meanings, Significance eftir Beverly Gordon (sjá um höfund), sem kom út í kiljuformi síðasta sumar (fyrst gefin út 2011). Bókin er 304 síður, skiptist í 6 kafla og inniheldur mikið af myndum. Þegar ég fletti henni í fyrsta sinn þá staldraði ég við þessa setningu á bls. 4: „For everyone everywhere who has fallen under the textile spell.“ Greinilega bók fyrir mig.

Þessi færsla er ekki ritdómur því ég er bara nýbúin að eignst bókina og hef ekki lesið hana, en eftir að hafa flett í gegnum hana og skoðað myndirnar þá finnst mér ég vera með gimstein í höndunum. Ég hlakka til að sökkva mér ofan í fræðin og gleyma mér í textílheimum.
Bóndarósir (peoníur) · Lísa Hjalt


This vibrantly illustrated book … is an original look at the myriad roles played by textiles in all aspects of human life, from ancient weavings to light-sensitive and other futuristic fabrics of our own era. Beverly Gordon discusses how textiles are an integral part of the human life journey from cradle to grave in a multitude of practical, symbolic and spiritual ways … This book will captivate and inspire anyone who has a passion for textiles and textile arts, whether educational, creative or professional. (Bókarlýsing á Book Depository)
Bókin Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon
Bókin Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon
Bóndarósir (peoníur) · Lísa Hjalt
Bókin Textiles: The Whole Story eftir Beverly Gordon · Lísa Hjalt


myndir mínar | heimild: bókarkápa og blaðsíður úr Textiles: The Whole Story, útgefandi Thames and Hudson af vefsíðu Amazon UK

mánudagur, 9. júní 2014

Garðyrkjustöðin Walkers Nurseries



Í næsta bæ uppgötvaði ég líka þessa dásamlegu garðyrkjustöð: Walkers Nurseries. Ég keypti lavender þar um daginn og leirker sem ég setti við útidyrnar og í gær langaði mig að kaupa körfu með sumarblómum og hengja á lugt sem er framan á húsinu. En þegar ég hafði skoðað úrvalið, sem er ansi mikið, þá endaði ég aftur þar sem lavenderplönturnar eru geymdar og fékk mér aðra og leirker undir hana. Ég bókstaflega elska lavender og vonast til að lokka að býflugur með sitt róandi suð. Á meðan ég skoðaði blómaúrvalið og smellti af nokkrum myndum (það eru aðeins fleiri á ensku útgáfu bloggsins í dag) þá sátu feðgarnir á utandyra á kaffihúsi sem er þarna líka og slökuðu á. Þessar myndir gefa ykkur bara nasasjón af því starfi sem þarna fer fram. Það eru heilmiklir garðar þarna allt um kring sem ég á eftir að ganga um og taka myndir af, meðal annars ítalskur og japanskur garður. Auk þess er gjafavörubúð, lítil bókabúð, garðhúsgögn, styttur í garða og margt fleira. Ég er enga stund að hjóla þarna út eftir og hlakka til að grípa latte á kaffihúsinu og rölta um garðana síðar meir.


föstudagur, 6. júní 2014

Góða helgi



Nú er árstíð bóndarósanna sem eru uppáhaldsblómin mín. Ég hef aldrei vanist íslenska heitinu og kalla þær alltaf peoníur. Það er allt að því helgistund að koma við á blómamarkaði til að kaupa fyrsta vönd ársins. Lyktin er himnesk! Ég og sonurinn vorum í göngutúr um daginn og í næsta bæ við okkur sá ég peoníurunna með blómum sem voru að undirbúa að springa út. Ég hef heyrt að það sé erfitt að rækta þær en mig langar svo að kaupa mér runna og hafa í potti á veröndinni og sjá hvernig hann dafnar.

mynd:
Cory and Jade · Endlessly Enraptured

fimmtudagur, 5. júní 2014

Innlit: Hamptons strandkofi í skandinavískum stíl



Það er nú ekki oft sem maður rekst á innlit frá Hamptons-svæðinu sem er jafn hlýlegt og þetta því yfirleitt er verið að sýna glæsivillur ríka fólksins þar sem íburður virðist vera kjörorðið. Félagarnir sem reka hönnunarfyrirtækið Heiberg Cummings Design eru eigendur þessa strandkofa sem þeir hafa innréttað af smekkvísi í skandinavískum stíl. Hlutlausir tónar eru brotnir upp hér og þar með mildum litum, eins og sjá má í eldhúsinu þar sem stendur grænmáluð gamaldags eyja. Svæðið allt um kring er dásamlega fallegt og ekki amalegt að sitja úti á verönd og fylgjast með bátsferðum. Það er nokkuð ljóst að heir félagar eiga ekki í vandræðum með að hlaða batteríin á þessum stað þegar borgarlífið í New York verður aðeins of stressandi.


myndir:
Anastassios Mentis + Elisabeth Sperre Alnes fyrir Interiør Magasinet