þriðjudagur, 27. ágúst 2013

miðvikudagur, 21. ágúst 2013

Rýmið 39



- gestaherbergi í 18. aldar steinhúsi í Connecticut í eigu arkitektsins Daniel Romualdez

mynd:
Oberto Gili fyrir Vogue US

fimmtudagur, 15. ágúst 2013

Rýmið 38



- borðstofa í Antwerpen í eigu belgíska arkitektsins Vincent Van Duysen
- úr bókinni Interiors eftir ljósmyndarann Martyn Thompson

mynd:
Martyn Thompson af bloggi Mark D. Sikes

þriðjudagur, 13. ágúst 2013

lavender veisla á 1 árs bloggafmælinu

Það er eitt ár síðan ég póstaði fyrstu bloggfærslunni á íslensku útgáfu bloggsins (mikið svakalega er tíminn fljótur að líða!) og ég skellti að sjálfsögðu í pönnukökur af því tilefni. Ég lét það nú vera að fara út í stórbrotnar borðskreytingar og læt því þessar fallegu lavender-myndir nægja.

Ég er oft spurð að því hvernig ég hafi tíma fyrir bloggin og svar mitt er einfalt: ég horfi ekki á sjónvarp. Og þá meina ég aldrei. Ég fylgist með engum þáttum og horfi ekki á fréttir, nema þá einhverjar alveg sérstakar heimsfréttir og ég nálgast þær þá bara á netinu. Ég hætti að horfa á sjónvarp fyrir nokkrum árum síðan og áttaði mig fljótt á því að ég hafði grætt nokkra klukkutíma í sólarhringinn. Þá nota ég í staðinn í eitthvað sem veitir mér innblástur.

myndir:
KT Merry af síðunni Style Me Pretty, stílisering: Dreamy Whites

fimmtudagur, 8. ágúst 2013

miðvikudagur, 7. ágúst 2013

Rýmið 37



- vinnustofa hönnuðarins Thomas O'Brien í New York
- fleiri myndir er að finna í bók hans, American Modern

mynd:
Laura Resen, úr bókinni American Modern eftir Thomas O'Brien af blogginu Fox Interiors

þriðjudagur, 6. ágúst 2013

Sumarstemning gærdagsins: Scandinavia-borðið



Kannski hafið þið nú þegar séð þessar myndir á enska blogginu í dag en eiginmaðurinn hannaði þetta fallega borð sem er hluti af garðhúsgagnalínu sem hann er að hanna og smíða sjálfur í frístundum (ég kem með hugmyndir inn á milli og veiti andlegan stuðning). Línan heitir Scandinavia og þetta er fyrsti hluturinn sem er tilbúinn. Við fórum með borðið út í garð í gær og lékum okkur að mynda það í sólinni. Núna er það á svölunum hjá okkur og nýtur sín vel.


föstudagur, 2. ágúst 2013

fimmtudagur, 1. ágúst 2013

Sumar: afslöppun og einfaldleiki




Ef þessar myndir fanga ekki hina einu sönnu sumarstemningu þá veit ég ekki hvað! Miðað við fréttir frá Íslandi þá á ég von á því að sumarið leiki við ykkur þessa dagana. Við fengum nokkra skýjaða daga með rigningu inn á milli sem var kærkomið eftir mikil hlýindi. Ég notaði þá til að sinna heimilinu á meðan eiginmaðurinn smíðaði nýtt garðborð fyrir okkur. Sólin kom aftur í gær þannig að núna þarf ég að setja á mig garðhanskana og vera dugleg áður en við setjumst út á svalir að borða í kvöld - vonandi við nýja borðið.

En fyrst er það einn bolli af latte og einn kafli af skrifum Karen Blixen. Kannski tveir. Þá meina ég bollar og kaflar.

myndir:
01, 02, 03, 04, 05, 06: af vefsíðu Brigitte (uppgötvað af síðunni This Ivy House)