þriðjudagur, 27. ágúst 2013
miðvikudagur, 21. ágúst 2013
föstudagur, 16. ágúst 2013
fimmtudagur, 15. ágúst 2013
Rýmið 38
- borðstofa í Antwerpen í eigu belgíska arkitektsins Vincent Van Duysen
- úr bókinni Interiors eftir ljósmyndarann Martyn Thompson
- úr bókinni Interiors eftir ljósmyndarann Martyn Thompson
mynd:
Martyn Thompson af bloggi Mark D. Sikes
Martyn Thompson af bloggi Mark D. Sikes
þriðjudagur, 13. ágúst 2013
lavender veisla á 1 árs bloggafmælinu
Það er eitt ár síðan ég póstaði fyrstu bloggfærslunni á íslensku útgáfu bloggsins (mikið svakalega er tíminn fljótur að líða!) og ég skellti að sjálfsögðu í pönnukökur af því tilefni. Ég lét það nú vera að fara út í stórbrotnar borðskreytingar og læt því þessar fallegu lavender-myndir nægja.
Ég er oft spurð að því hvernig ég hafi tíma fyrir bloggin og svar mitt er einfalt: ég horfi ekki á sjónvarp. Og þá meina ég aldrei. Ég fylgist með engum þáttum og horfi ekki á fréttir, nema þá einhverjar alveg sérstakar heimsfréttir og ég nálgast þær þá bara á netinu. Ég hætti að horfa á sjónvarp fyrir nokkrum árum síðan og áttaði mig fljótt á því að ég hafði grætt nokkra klukkutíma í sólarhringinn. Þá nota ég í staðinn í eitthvað sem veitir mér innblástur.
myndir:
KT Merry af síðunni Style Me Pretty, stílisering: Dreamy Whites
Ég er oft spurð að því hvernig ég hafi tíma fyrir bloggin og svar mitt er einfalt: ég horfi ekki á sjónvarp. Og þá meina ég aldrei. Ég fylgist með engum þáttum og horfi ekki á fréttir, nema þá einhverjar alveg sérstakar heimsfréttir og ég nálgast þær þá bara á netinu. Ég hætti að horfa á sjónvarp fyrir nokkrum árum síðan og áttaði mig fljótt á því að ég hafði grætt nokkra klukkutíma í sólarhringinn. Þá nota ég í staðinn í eitthvað sem veitir mér innblástur.
myndir:
KT Merry af síðunni Style Me Pretty, stílisering: Dreamy Whites
fimmtudagur, 8. ágúst 2013
Uppskrift: grænmetisbaka með kartöflum og vorlauk
Ég bætti nýrri uppskrift á matarbloggið áðan að grænmetisböku með kartöflum og vorlauk. Þessi er stútfull af kartöflum.
mynd:
Lísa Hjalt
mynd:
Lísa Hjalt
miðvikudagur, 7. ágúst 2013
Rýmið 37
- vinnustofa hönnuðarins Thomas O'Brien í New York
- fleiri myndir er að finna í bók hans, American Modern
mynd:
Laura Resen, úr bókinni American Modern eftir Thomas O'Brien af blogginu Fox Interiors
- fleiri myndir er að finna í bók hans, American Modern
mynd:
Laura Resen, úr bókinni American Modern eftir Thomas O'Brien af blogginu Fox Interiors
þriðjudagur, 6. ágúst 2013
Sumarstemning gærdagsins: Scandinavia-borðið
Kannski hafið þið nú þegar séð þessar myndir á enska blogginu í dag en eiginmaðurinn hannaði þetta fallega borð sem er hluti af garðhúsgagnalínu sem hann er að hanna og smíða sjálfur í frístundum (ég kem með hugmyndir inn á milli og veiti andlegan stuðning). Línan heitir Scandinavia og þetta er fyrsti hluturinn sem er tilbúinn. Við fórum með borðið út í garð í gær og lékum okkur að mynda það í sólinni. Núna er það á svölunum hjá okkur og nýtur sín vel.
föstudagur, 2. ágúst 2013
fimmtudagur, 1. ágúst 2013
Sumar: afslöppun og einfaldleiki
Ef þessar myndir fanga ekki hina einu sönnu sumarstemningu þá veit ég ekki hvað! Miðað við fréttir frá Íslandi þá á ég von á því að sumarið leiki við ykkur þessa dagana. Við fengum nokkra skýjaða daga með rigningu inn á milli sem var kærkomið eftir mikil hlýindi. Ég notaði þá til að sinna heimilinu á meðan eiginmaðurinn smíðaði nýtt garðborð fyrir okkur. Sólin kom aftur í gær þannig að núna þarf ég að setja á mig garðhanskana og vera dugleg áður en við setjumst út á svalir að borða í kvöld - vonandi við nýja borðið.
En fyrst er það einn bolli af latte og einn kafli af skrifum Karen Blixen. Kannski tveir. Þá meina ég bollar og kaflar.
myndir:
01, 02, 03, 04, 05, 06: af vefsíðu Brigitte (uppgötvað af síðunni This Ivy House)
En fyrst er það einn bolli af latte og einn kafli af skrifum Karen Blixen. Kannski tveir. Þá meina ég bollar og kaflar.
myndir:
01, 02, 03, 04, 05, 06: af vefsíðu Brigitte (uppgötvað af síðunni This Ivy House)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)