Á þessum síðasta degi ársins sit ég við tölvuna með mynstraðan túrban á höfðinu, jólabjór í glasi og tortilla-flögur í skál; steikin er á hægeldun í ofninum, gengið mitt er að horfa á Hobbitann og ekkert betra fyrir mig að gera en að blogga um nýjar bækur. Ég ætlaði að deila þessari færslu fyrr í desember en vegna tímaleysis ýtti ég henni til hliðar. Um jólin fór hún að leita á mig og þar sem flestar bækurnar á listanum, skáldverk og kaffiborðsbækur, voru gefnar út árið 2017 þá fannst mér ég eiginlega þurfa að deila henni áður en nýja árið gengi í garð. Ég er ekkert að eyða tíma í athugasemdir við hverja bók þar sem allir tenglarnir fyrir utan einn leiða ykkur á síðu Book Depository, þar sem þið finnið stutta kynningu á þeim öllum. Ég geri ráð fyrir því að allar bækurnar á listanum fyrir ofan smámyndirnar muni einn daginn rata á bókalista hér á blogginu því mig langar að lesa þær allar. Ég óska ykkur friðar á komandi ári.
Nýjar bækur:
· Spy of the First Person eftir Sam Shepard (Knopf). Síðasta verkið fyrir andlát hans í júlí á þessu ári.
· Debriefing: Collected Stories eftir Susan Sontag (FSG). Ritstj. Benjamin Taylor.
· Sing, Unburied, Sing eftir Jesmyn Ward (Bloomsbury). Bókin sem hlaut National Book Award 2017.
· The Origin of Others eftir Toni Morrison (Harvard UP).
· In Search of Ancient North Africa: A History in Six Lives eftir Barnaby Rogerson (Haus Publishing).
· The Rub of Time eftir Martin Amis (Random House).
· Philip Roth: Why Write? Collected Nonfiction 1960-2013 eftir Philip Roth (Library of America).
· Persian Art: Collecting the Arts of Iran for the V&A eftir Moya Carey (V&A).
· Modern Art in Detail: 75 Masterpieces eftir Susie Hodge (Thames & Hudson).
· Henri Cartier-Bresson: The Decisive Moment eftir Henri Cartier-Bresson (Steidl). Endurútgáfa bókar frá árinu 1952 sem geymir bestu verk Cartier-Bresson. Forsíðan er eftir Henri Matisse.
· The Atlas of Beauty: Women of the World in 500 Portraits eftir Mihaela Noroc (Penguin).
· Morris eftir Charlotte and Peter Fiell (Taschen). Ríkulega myndskreytt bók um ævi og störf hönnuðarins William Morris (1834-1896).
· Map Cities: Histoires de cartes eftir Francisca Mattéoli (Chêne). Eingöngu fáanleg á frönsku en verður vonandi þýdd á ensku síðar. Ég hef fjallað um Map Stories eftir Mattéoli hér á blogginu.
· Haute Bohemians eftir Miguel Flores-Vianna (Vendome Press).
· Spy of the First Person eftir Sam Shepard (Knopf). Síðasta verkið fyrir andlát hans í júlí á þessu ári.
· Debriefing: Collected Stories eftir Susan Sontag (FSG). Ritstj. Benjamin Taylor.
· Sing, Unburied, Sing eftir Jesmyn Ward (Bloomsbury). Bókin sem hlaut National Book Award 2017.
· The Origin of Others eftir Toni Morrison (Harvard UP).
· In Search of Ancient North Africa: A History in Six Lives eftir Barnaby Rogerson (Haus Publishing).
· The Rub of Time eftir Martin Amis (Random House).
· Philip Roth: Why Write? Collected Nonfiction 1960-2013 eftir Philip Roth (Library of America).
· Persian Art: Collecting the Arts of Iran for the V&A eftir Moya Carey (V&A).
· Modern Art in Detail: 75 Masterpieces eftir Susie Hodge (Thames & Hudson).
· Henri Cartier-Bresson: The Decisive Moment eftir Henri Cartier-Bresson (Steidl). Endurútgáfa bókar frá árinu 1952 sem geymir bestu verk Cartier-Bresson. Forsíðan er eftir Henri Matisse.
· The Atlas of Beauty: Women of the World in 500 Portraits eftir Mihaela Noroc (Penguin).
· Morris eftir Charlotte and Peter Fiell (Taschen). Ríkulega myndskreytt bók um ævi og störf hönnuðarins William Morris (1834-1896).
· Map Cities: Histoires de cartes eftir Francisca Mattéoli (Chêne). Eingöngu fáanleg á frönsku en verður vonandi þýdd á ensku síðar. Ég hef fjallað um Map Stories eftir Mattéoli hér á blogginu.
· Haute Bohemians eftir Miguel Flores-Vianna (Vendome Press).
![]() |
Úr bókinni Haute Bohemians eftir Miguel Flores-Vianna, bls. 80-81, Vendome Press
|